Fjárlög 1999

Mánudaginn 05. október 1998, kl. 17:15:35 (84)

1998-10-05 17:15:35# 123. lþ. 3.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 1999# frv., ÁJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 3. fundur, 123. lþ.

[17:15]

Árni Johnsen (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég ætla hvorki að fjalla um síðustu sort né síðasta ræðumann en bendi aðeins á að fjárln. hefur aldrei haft það til siðs að velja sér viðmælendur úr hópi sveitarstjórnarmanna. Fjárln. býður þeim sveitarstjórnum sem vilja, telja ástæðu til og hafa mál fram að færa að koma á fund fjárln. Þess vegna er það óvenjulegt að fá skætingsbréf frá stóra bróður í samfélagi sveitarfélaganna á Íslandi. Í því skætingsbréfi er Alþingi Íslendinga og öðrum sveitarfélögum sýndur dónaskapur.