Fjárlög 1999

Mánudaginn 05. október 1998, kl. 18:01:54 (93)

1998-10-05 18:01:54# 123. lþ. 3.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 1999# frv., heilbrrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 3. fundur, 123. lþ.

[18:01]

Heilbrigðisráðherra (Ingibjörg Pálmadóttir) (andsvar):

Virðulegi forseti. Hvert er aðalatriðið í þessu máli? Við erum að tala um heilbrigðis- og tryggingamál og við erum að tala um málefni aldraðra. Við erum að tala um að stytta biðlista eftir hjúkrunarrýmum. Við erum ekki að tala um að við séum að flytja peninga frá félmrn. yfir til heilbrrn. þannig að ég skil ekki nákvæmlega hvað hv. þm. er að fara. Ég vona að hún sé sammála okkur í því að við séum þarna að koma til móts við brýna þörf aldraðra.