Fjárlög 1999

Mánudaginn 05. október 1998, kl. 18:04:31 (95)

1998-10-05 18:04:31# 123. lþ. 3.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 1999# frv., heilbrrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 3. fundur, 123. lþ.

[18:04]

Heilbrigðisráðherra (Ingibjörg Pálmadóttir) (andsvar):

Virðulegi forseti. Hv. þm. spyr hvað það kosti að taka fyrsta skrefið sem við munum taka á Alþingi við að afnema tengingu bóta við tekjur maka. Það væri óábyrgt af mér að svara því nákvæmlega vegna þess að útfærslan er ekki á borðinu. Ég fór nákvæmlega yfir það áðan og ég veit að hv. þm. þekkir hvaða vandamál eru þarna á ferðinni. Það eru þau vandamál sem við leysum áður en við komum með einhverjar tölur sem eru ekki fullkomlega nákvæmar.

Varðandi sjúkrahúsin á Reykjavíkursvæðinu, hvort hv. þm. sé með nákvæmar tölur um að halli fyrri ára sé 600 millj., vil ég segja að ekki er búið að afgreiða fjáraukalög. Auðvitað verður tekið á málefnum sjúkrahúsanna á Reykjavíkursvæðinu í fjáraukalögum og það hefur komið fram áður.