Fjárlög 1999

Mánudaginn 05. október 1998, kl. 18:11:46 (101)

1998-10-05 18:11:46# 123. lþ. 3.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 1999# frv., heilbrrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 3. fundur, 123. lþ.

[18:11]

Heilbrigðisráðherra (Ingibjörg Pálmadóttir) (andsvar):

Virðulegi forseti. Hv. þm. sem hér talaði á undan hefur langa reynslu sem ráðherra og veit það eins vel og ég sem hér stend að slíkir hlutir gerast ekki nema í gegnum ríkisstjórn. (JóhS: Þá hefur verið rætt um þetta ...) Hv. þm. getur verið fullviss um það að ríkisstjórnin stendur að baki þessu máli. En eins og ég hef margsinnis sagt og segi enn er útfærslan ekki komin á borðið og ríkisstjórnin getur ekki tekið ákvörðun fyrr en útfærslan er komin á borðið.

Ég bað ekki um neitt þakklæti, hv. þm., alls ekki neitt þakklæti. Mér finnst aðalatriðið að við tökum fyrsta skrefið á þessu þingi. Ég hef ekki heyrt að nokkur annar ráðherra hafi tekið þetta upp fyrr, hvorki á þingi né í ríkisstjórn. (ÁRJ: En það hafa þingmenn gert.)