Fjárlög 1999

Mánudaginn 05. október 1998, kl. 18:25:16 (105)

1998-10-05 18:25:16# 123. lþ. 3.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 1999# frv., KÁ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 3. fundur, 123. lþ.

[18:25]

Kristín Ástgeirsdóttir (andsvar):

Hæstv. forseti. Varðandi Jafnréttisráð þá laut spurning mín að því hvort sú viðamkila áætlun sem samþykkt var sl. vor og við í hv. félmn. lögðum til þó nokkrar breytingar á, kallaði ekki á aukna vinnu hjá Jafnréttisráði og þar af leiðandi á aukið fjármagn. Vonandi er það svo að menn ætli sér að framfylgja áætluninni og það er auðvitað fyrst og fremst verkefni Jafnréttisráðs. Það er sá aðili sem fylgist með, tekur saman skýrslu um hvernig gengur og væntanlega, þegar kemur að næstu áætlun, koma tillögur um breytingar þaðan. Mér hefði því þótt eðlilegt að samþykkt þessarar tillögu kallaði á aukið fjármagn. Ég sé ekki annað en að þarna sé sáralítil breyting á milli ára.