Fjárlög 1999

Mánudaginn 05. október 1998, kl. 18:26:34 (106)

1998-10-05 18:26:34# 123. lþ. 3.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 1999# frv., félmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 3. fundur, 123. lþ.

[18:26]

Félagsmálaráðherra (Páll Pétursson) (andsvar):

Herra forseti. Ég sé ekki að það sé endilega bráðnauðsynlegt að ganga frá viðbótarfjárveitingu til Jafnréttisráðs á þessu stigi vegna jafnréttisáætlunarinnar. Þar hafa nú verið gerðar úttektir og unnið að ýmsu á vegum ráðsins að undanförnu án þess að til aukafjárveitinga kæmi. Jafnréttisráð er með vissum hætti í nokkuð lausu lofti eins og stendur vegna endurskoðunar laganna. Þegar við höfum fest okkur niður á lagarammann þá getur það hugsanlega kallað á aukafjárveitingu í fjáraukalögum næsta árs.