Fjárlög 1999

Mánudaginn 05. október 1998, kl. 18:37:36 (113)

1998-10-05 18:37:36# 123. lþ. 3.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 1999# frv., RG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 3. fundur, 123. lþ.

[18:37]

Rannveig Guðmundsdóttir (andsvar):

Virðulegi forseti. Ráðherra svaraði mér ekki alveg skýrt. Ég nefndi að félagslega húsnæðiskerfið hefur verið aflagt. Ég spyr hvort húsbréfin séu að fara almennt í afgreiðslu til bankanna. Og ég spyr hvort ráðgjafarstöð Húsnæðisstofnunar verði aflögð og óska eftir svari við því.

Herra forseti. Ráðherrann er pirraður í dag og er alltaf í vörn sinni með fjárlög ríkisins að koma inn á sameiginlegt framboð okkar jafnaðarmanna og óskalistann okkar, eins og hann kallar okkar framtíðarsýn. Ég ætla bara að segja ráðherranum það að verkfnaskrá sameiginlegs framboðs til fjögurra ára liggur ekki fyrir. Hún mun brátt liggja fyrir og við skulum ræða þá hvernig við ætlum að halda á málum með tekjur og útgjöld ríkissins.