Fjárlög 1999

Mánudaginn 05. október 1998, kl. 18:38:37 (114)

1998-10-05 18:38:37# 123. lþ. 3.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 1999# frv., félmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 3. fundur, 123. lþ.

[18:38]

Félagsmálaráðherra (Páll Pétursson) (andsvar):

Herra forseti. Það standa yfir viðræður við bankana um að þeir yfirtaki eða lánastofnanir yfirtaki afgreiðslu húsbréfanna, greiðslumatið og veðmatið. Þeim viðræðum er ekki lokið þannig að ég treysti mér ekki til þess að fullyrða að afgreiðslan fari í bankana. En ég vænti þess að svo verði.

Varðandi ráðgjafarstöðina þá hefur félmrn. rekið Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna í Lækjargötu 4 með afar góðum árangri og það er að mörgu leyti miklu eðlilegra að styrkja þá starfsemi sem er samstarfsverkefni ráðuneytisins og lánastofnana og láta hana yfirtaka ráðgjafarhlutverk Húsnæðisstofnunar.

Varðandi verkefnaskrána, já. Það væri gaman að hafa meira en mínútu til þess að ræða hana en það gefst tækifæri til þess síðar. (RG: Það gefast tækifæri síðar.)