Sveitarstjórnarlög

Miðvikudaginn 07. október 1998, kl. 13:58:23 (163)

1998-10-07 13:58:23# 123. lþ. 5.8 fundur 42. mál: #A sveitarstjórnarlög# (staðfesting bráðabirgðalaga) frv., RG
[prenta uppsett í dálka] 5. fundur, 123. lþ.

[13:58]

Rannveig Guðmundsdóttir:

Herra forseti. Það verður mjög stutt ræða. Mér kemur í hug ,,ber er hver að baki nema sér bróður eigi``. Það er gott núna að geta sagt að það sé Alþingi sem hafi skapað þann vanda að þurfa að setja bráðabirgðalög og koma inn með fullgildingarfrv. á haustdögum. Ég ætla bara að draga athyglina að því að það er félmrh. sem kom fram með þetta mál, hvort sem það var í nóvember eða síðar. Mikið var unnið með það í félmn., það fór fram góð vinna í félmn, það voru mikil átök um málið. Að sjálfsögðu átti félmrh. að breyta gildistökuákvæðunum ef einhver vafi var á að þetta næðist fyrir 1. júní, það er mitt mat, í stað þess að ráðuneytið hafi bara setið og beðið eftir því hvenær eitthvað kæmi frá skrifstofu Alþingis sem var í önnum. Ég mun ekki álasa skrifstofu Alþingis, síður en svo, en ég gagnrýni alla málsmeðferð þessa máls frá upphafi, herra forseti.