Undirritun Kyoto-bókunarinnar

Fimmtudaginn 08. október 1998, kl. 12:17:45 (217)

1998-10-08 12:17:45# 123. lþ. 6.3 fundur 41. mál: #A undirritun Kyoto-bókunarinnar# þál., ÍGP (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 6. fundur, 123. lþ.

[12:17]

Ísólfur Gylfi Pálmason (andsvar):

Herra forseti. Ég er alls ekki að veitast að hv. þingmönnum, langt í frá. Hins vegar fyndist mér mjög eðlilegt að þeir sem taka þátt í umræðu um jafnstórt mál og þetta, fyrsta mál sem samfylking jafnaðarmanna kemur með í þingsali, og eru jafnskeleggir og þingmaðurinn Rannveig Guðmundsdóttir, væru til andsvara og það er mjög algengt. Við stjórnarþingmenn þekkjum að mjög gjarnan er kallað eftir okkur í þingsali þegar fjallað er um stjfrv. og annað slíkt og ég er því alls ekki að brjóta neinar hefðir í þeim efnum. En ég hef ekki fengið svar við þessari grundvallarspurningu enn þá.