Tekjuskattur og eignarskattur

Fimmtudaginn 08. október 1998, kl. 15:02:03 (245)

1998-10-08 15:02:03# 123. lþ. 6.4 fundur 6. mál: #A tekjuskattur og eignarskattur# (húsaleigubætur) frv., 7. mál: #A húsaleigubætur# (breyting ýmissa laga) frv., PHB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 6. fundur, 123. lþ.

[15:02]

Pétur H. Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Öll ræða hv. þm., sú sem ég fór í andsvar við, var í rauninni andsvar við ræðu mína og ég hef ekki breytt neitt um skoðun. Það eina sem ég sá út úr ræðu hv. þm. var það að hún hafði misskilið ræðu mína allhrapallega og gerði mér upp orð og skoðanir sem ég lét ekki í ljós. Ég sagði aldrei að námsmenn hefðu almennt verið oftryggðir, það sagði ég aldrei. Ég sagði heldur ekki að öryrkjar væru almennt oftryggðir og ég sagði heldur ekki að ellilífeyrisþegar væru almennt oftryggðir. Ég nefndi einstök dæmi um oftryggingu og því hefur ekki verið mótmælt.

En varðandi það að ég þekki ekki kjör vissra hópa ætla ég ekki að fara að vera neitt sérstaklega persónulegur en ég get sagt hv. þm. að ég hef haldið á barni sem er fjögur kg eins árs.