Fullgilding samþykktar um starfsöryggi

Mánudaginn 12. október 1998, kl. 15:19:35 (266)

1998-10-12 15:19:35# 123. lþ. 7.1 fundur 41#B fullgilding samþykktar um starfsöryggi# (óundirbúin fsp.), félmrh.
[prenta uppsett í dálka] 7. fundur, 123. lþ.

[15:19]

Félagsmálaráðherra (Páll Pétursson):

Herra forseti. Ég er ekki alveg tilbúinn að höggva á þennan hnút að svo komnu máli. Það eru tvær hliðar á þessu máli, þ.e. að það getur komið sér illa fyrir starfsmann að hafa það á bakinu um alla framtíð af hverju hann hafi verið látinn hætta störfum. Ég er ekki tilbúinn að kveða upp úr með þetta endanlega hér en ég lít svo á að við eigum að vinna að því að fullgilda ILO-samþykktirnar eftir því sem við höfum föng á.