Fangelsismál

Mánudaginn 12. október 1998, kl. 15:33:24 (278)

1998-10-12 15:33:24# 123. lþ. 7.1 fundur 44#B fangelsismál# (óundirbúin fsp.), ÁRJ
[prenta uppsett í dálka] 7. fundur, 123. lþ.

[15:33]

Ásta R. Jóhannesdóttir:

Herra forseti. Ég heyri það að hæstv. dómsmrh. þekkir ekki þetta tilvik en maður þarf ekki endilega að þekkja tilvikið til þess að hafa skoðun á því hvort þetta sé rétt aðferð. Auðvitað er það óþolandi bæði fyrir geðsjúklinginn og aðstandendur hans sem telja hann nánast óhultan, fárveikan á sjúkrahúsi, að uppgötva að hann sé í fangageymslum vegna þess að sjúkrahúsið getur ekki sinnt þeirri þjónustu sem ætti að veita á geðdeildum.