Meðferðarúrræði fyrir unga fíkniefnaneytendur

Mánudaginn 12. október 1998, kl. 15:40:25 (283)

1998-10-12 15:40:25# 123. lþ. 7.1 fundur 45#B meðferðarúrræði fyrir unga fíkniefnaneytendur# (óundirbúin fsp.), félmrh.
[prenta uppsett í dálka] 7. fundur, 123. lþ.

[15:40]

Félagsmálaráðherra (Páll Pétursson):

Herra forseti. Ég held að við höfum ekki séð fyrir, a.m.k. gerði ég mér ekki grein fyrir henni, þeirri flóðbylgju eiturlyfja sem nú hefur dunið yfir í sumar. Það er alvara málsins. Alvara málsins er hvað neyslan virðist aukast rosalega hjá þessum unglingum. Í fyrra tókum við í gagnið sérstakt meðferðarheimili fyrir unga fíkniefnaneytendur í Varpholti í Skjaldarvík í Eyjafirði. Við erum að taka í notkun heimili fyrir erfiðustu unglingana í Háholti í Skagafirði og það fer í gang núna um jólin eða um áramót. Við héldum að það mundi duga. En þörfin er greinilega miklu meiri og úr henni verður að bæta.

Eitt enn. Unglingarnir hafa margir verið í meðferð hjá SÁÁ sem ekki virðist duga.