Íbúðalánasjóður

Miðvikudaginn 14. október 1998, kl. 14:34:19 (355)

1998-10-14 14:34:19# 123. lþ. 10.7 fundur 29. mál: #A Íbúðalánasjóður# fsp. (til munnl.) frá félmrh., félmrh. (svar)
[prenta uppsett í dálka] 10. fundur, 123. lþ.

[14:34]

Félagsmálaráðherra (Páll Pétursson):

Herra forseti. Málið er nú að nokkru leyti úr mínum höndum. Það var gengið frá þessari löggjöf í fyrravor. Það voru meira að segja kröfur um að lögbinda það að starfsmennirnir skyldu fá störf hjá Íbúðalánasjóði og helst allir starfsmenn Húsnæðisstofnunar. Það varð nú ekki niðurstaðan.

En ég get tekið undir margt af því sem hv. fyrirspyrjandi sagði. Ég tel að það þurfi að athuga gaumgæfilega, ekki bara varðandi þessa stofnun, Íbúðalánasjóð, heldur vil ég athuga það með aðrar undirstofnanir félmrn., sem eru nokkrar, t.d. Vinnueftirlitið, Jafnréttisráð og fleiri og fleiri, hvað af þeirra verkefnum væri unnt að flytja út á land og vinna þar með möguleikum nútímatækni.