Miðlægur gagnagrunnur og vísindasiðanefnd

Miðvikudaginn 14. október 1998, kl. 15:37:23 (382)

1998-10-14 15:37:23# 123. lþ. 10.12 fundur 57. mál: #A miðlægur gagnagrunnur og vísindasiðanefnd# fsp. (til munnl.) frá heilbrrh., heilbrrh. (svar)
[prenta uppsett í dálka] 10. fundur, 123. lþ.

[15:37]

Heilbrigðisráðherra (Ingibjörg Pálmadóttir):

Virðulegi forseti. Vegna þessa síðasta sem fram hefur komið þá er það þannig að ef tölvunefnd telur að upplýsingar séu persónugreinanlegar þá verða engar upplýsingar settar í grunninn. Það er mergurinn málsins, hv. þm.

Varðandi vísindasiðanefnd og rekstur grunnsins þá verður sérstakri nefnd falið eftirlit með grunninum og á hún að gefa vísindasiðanefnd reglulega upplýsingar. Nefndin á að geta svarað öllum þeim spurningum sem vísindasiðanefnd leggur fyrir hana.