Starfsskýrsla Ríkisendurskoðunar 1997

Fimmtudaginn 15. október 1998, kl. 11:47:49 (415)

1998-10-15 11:47:49# 123. lþ. 11.4 fundur 59#B starfsskýrsla Ríkisendurskoðunar 1997# (munnl. skýrsla), ÓE (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 11. fundur, 123. lþ.

[11:47]

Ólafur G. Einarsson (andsvar):

Herra forseti. Nei, ég get ekki svarað spurningunni um hvað líði endurskoðun á bankakerfinu. Mér er alveg ókunnugt um það. En varðandi útboðið á endurskoðun hjá ríkisbönkunum, þá er það ekki í neinum tengslum við bréf þingflokks jafnaðarmanna. Eins og ég held að hafi komið fram í framsöguræðu minni er það útboð gert vegna þess að þetta eru það stór viðfangsefni að okkur ber að bjóða þetta út samkvæmt samningnum sem við höfum undirgengist.