Skýrsla umboðsmanns Alþingis 1996

Fimmtudaginn 15. október 1998, kl. 11:56:50 (419)

1998-10-15 11:56:50# 123. lþ. 11.5 fundur 60#B skýrsla umboðsmanns Alþingis 1996# (munnl. skýrsla), GHall (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 11. fundur, 123. lþ.

[11:56]

Guðmundur Hallvarðsson (andsvar):

Herra forseti. Ég hafði á orði hvort umboðsmaður Alþingis hefði nokkuð komið inn á þetta öryggi sem hann talaði um þegar hann kom til hv. allshn. Það er í sjálfu sér óþolandi að það skuli taka svo langan tíma fyrir þá að fá svör frá stjórnvöldum sem telja sig eiga óuppgerð mál við stjórnvöld og leita síðan til umboðsmanns Alþingis sem raun ber vitni.

Þess vegna vildi ég spyrja hv. þm. hvort ekki sé orðin ástæða til, og hann metur það væntanlega út frá umræðunni við umboðsmann Alþingis, að setja inn í lögin ákvæði um svartíma ráðuneyta og opinberra aðila varðandi umboðsmann Alþingis þannig að fyrirtæki eða stjórnvöld séu ekki að draga úr hófi fram þau svör sem umboðsmaður Alþingis leitar eftir til bættrar réttarstöðu einstaklinga.