Umræður um frumvörp um miðlægan gagnagrunn

Fimmtudaginn 15. október 1998, kl. 13:34:46 (428)

1998-10-15 13:34:46# 123. lþ. 11.93 fundur 63#B umræður um frumvörp um miðlægan gagnagrunn# (um fundarstjórn), Forseti GÁ
[prenta uppsett í dálka] 11. fundur, 123. lþ.

[13:34]

Forseti (Guðni Ágústsson):

Vegna ræðu hv. þm. vill forseti taka fram að í þingsköpum Alþingis, í 63. gr., stendur:

,,Forseti getur heimilað, ef ósk berst um það frá flutningsmanni eða flutningsmönnum og enginn þingmaður andmælir því, að umræður fari fram um tvö eða fleiri dagskrármál í einu ef þau fjalla um skyld efni eða það þykir hagkvæmt af öðrum ástæðum.``

Þarna segir ,,ef enginn þingmaður andmælir`` og hér liggur fyrir að hæstv. heilbrrh. andmælir. Þess vegna er það alveg skýrt hjá þeim forseta sem nú er á forsetastóli að þeirri niðurstöðu verði að hlíta.