Umræður um frumvörp um miðlægan gagnagrunn

Fimmtudaginn 15. október 1998, kl. 13:57:02 (438)

1998-10-15 13:57:02# 123. lþ. 11.93 fundur 63#B umræður um frumvörp um miðlægan gagnagrunn# (um fundarstjórn), heilbrrh.
[prenta uppsett í dálka] 11. fundur, 123. lþ.

[13:57]

Heilbrigðisráðherra (Ingibjörg Pálmadóttir):

Virðulegi forseti. Ég held að menn eigi að halda stillingu sinni hér. Er ekki eðlilegt að stjfrv. komi á dagskrá og menn ræði það eitt og sér? Er það ekki eðlileg umræða sem slíkt er sett í gang? Eru menn að hóta því af því að stjfrv. er sett á dagskrá eitt og sér, að menn ætli ekki að styðja málið? Skil ég hv. þingmenn rétt?