Gagnagrunnur á heilbrigðissviði

Fimmtudaginn 15. október 1998, kl. 14:54:45 (446)

1998-10-15 14:54:45# 123. lþ. 11.6 fundur 109. mál: #A gagnagrunnur á heilbrigðissviði# frv., heilbrrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 11. fundur, 123. lþ.

[14:54]

Heilbrigðisráðherra (Ingibjörg Pálmadóttir) (andsvar):

Virðulegi forseti. Frv. gerir ekki ráð fyrir því, ef að lögum verður, að það nýtist tryggingafélögum sérstaklega. Það er fyrsta svar mitt.

Varðandi stofnanir og stjórnir þeirra sem munu ráða því hvort upplýsingar fara úr grunninum er algert grundvallaratriði að sátt náist innan stofnana um að upplýsingar fari inn í grunninn. Varðandi vísindasamfélagið sem hv. þm. minntist á er það frv. sem hér liggur fyrir útrétt sáttarhönd til vísindasamfélagsins vegna þess að það voru ýmis ágreiningsmál í fyrra frv. sem vísindamenn bentu á en við teljum að með framlagningu þessa frv. séum við að rétta fram sáttarhönd.