Gagnagrunnur á heilbrigðissviði

Fimmtudaginn 15. október 1998, kl. 17:20:34 (469)

1998-10-15 17:20:34# 123. lþ. 11.6 fundur 109. mál: #A gagnagrunnur á heilbrigðissviði# frv., BH (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 11. fundur, 123. lþ.

[17:20]

Bryndís Hlöðversdóttir (andsvar):

Herra forseti. Það má vel vera að hv. þm. hafi fært fram þrenns konar rök fyrir því að ekki væri æskilegt eða rétt að nota upplýst samþykki. Hann hefur ekki enn sannfært mig. Ég verð að spyrja einu sinni enn: Hvers vegna er réttlætanlegt að víkja frá kröfunni um upplýst samþykki í þessu tilviki á meðan við gerum þá kröfu í öllum öðrum rannsóknum á fólki, jafnvel þó að unnið sé með ópersónugreinanlegar upplýsingar.