Gagnagrunnur á heilbrigðissviði

Fimmtudaginn 15. október 1998, kl. 17:55:33 (480)

1998-10-15 17:55:33# 123. lþ. 11.6 fundur 109. mál: #A gagnagrunnur á heilbrigðissviði# frv., SF (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 11. fundur, 123. lþ.

[17:55]

Siv Friðleifsdóttir (andsvar):

Virðulegur forseti. Það er ljóst að við höfum sérstakar aðstæður hér á Íslandi. Við höfum ekki blandast mjög öðrum kynstofnum. Þetta er einangruð þjóð. Við eigum mjög miklar upplýsingar um ættfræði. Íslendingar eru einungis 600 þúsund manns frá upphafi. Helmingurinn er látinn, hinn helmingurinn er á lífi. Við erum einungis 600 þúsund og miklar upplýsingar eru til um þennan hóp. Heilsufarsupplýsingar hafa verið skráðar í tugi ára þannig að þetta er mikil sérstaða. Annað eins fyrirfinnst ekki víða. Þetta er því mikil sérstaða og ég spyr: Af hverju eigum við ekki að nýta hana? Af hverju eigum við ekki að fara í þessa vegferð eins og hv. þm. Hjörleifur Guttormsson spyr mig hér? Hvað er það sem réttlætir það að við nýtum ekki þessa sérstöðu til að bæta heilsu manna?