Gagnagrunnur á heilbrigðissviði

Fimmtudaginn 15. október 1998, kl. 17:58:53 (482)

1998-10-15 17:58:53# 123. lþ. 11.6 fundur 109. mál: #A gagnagrunnur á heilbrigðissviði# frv., SF (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 11. fundur, 123. lþ.

[17:58]

Siv Friðleifsdóttir (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég tek undir með hv. þm. að maður á að ganga hægt um gleðinnar dyr. En maður á ekki að sýna svo mikla varúð að maður festist í dyrunum og komist hvorki lönd né strönd. Ég spyr: Af hverju er það svo hræðilegt að samkeyra ættfræðiupplýsingar og heilsufarsupplýsingar? Hér verða upplýsingarnar ópersónugreinanlegar. (HG: Það er rangt.) Og ég spyr: Af hverju er það svona slæmt? Hér á að reyna að bæta heilsu manna, það á að þróa lyf og það á að reyna að hagræða í heilbrigðiskerfinu, allt mjög háleit markmið. Þá spretta upp alls konar úrtöluraddir, sem er allt í lagi, en ég skil ekki af hverju hv. þm. getur ekki viðurkennt það að í þessum miðlæga gagnagrunni við íslenskar aðstæður felast stórkostleg tækifæri til framþróunar fyrir mannkynið. Af hverju er ekki hægt að viðurkenna það?