Gagnagrunnur á heilbrigðissviði

Föstudaginn 16. október 1998, kl. 11:21:14 (506)

1998-10-16 11:21:14# 123. lþ. 12.1 fundur 109. mál: #A gagnagrunnur á heilbrigðissviði# frv., BH (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 12. fundur, 123. lþ.

[11:21]

Bryndís Hlöðversdóttir (andsvar):

Herra forseti. Já, ég get líkt þessu við verslun í landinu. Mér þætti það ansi alvarlegt ef ríkisstjórn Íslands ætlaði að leggja til að Hagkaup eða Nýkaup fengi einkaleyfi af rekstri matvöruverslana á Íslandi, sérleyfi umfram aðra. Já, ég mundi mótmæla því harðlega.

Hvað það varðar að dreifðir gagnagrunnar séu ekki eins skilvirkir og þeir miðlægu þá er það alveg ljóst: að sjálfsögðu er verið að auka skilvirknina. En við megum ekki gera það á kostnað þeirrar áhættu sem því fylgir að það geti hugsanlega ógnað öryggi einstaklinganna og íslenskra borgara. Út á það gengur þetta.