Gagnagrunnur á heilbrigðissviði

Föstudaginn 16. október 1998, kl. 11:24:04 (509)

1998-10-16 11:24:04# 123. lþ. 12.1 fundur 109. mál: #A gagnagrunnur á heilbrigðissviði# frv., SAÞ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 12. fundur, 123. lþ.

[11:24]

Sigríður A. Þórðardóttir (andsvar):

Herra forseti. Hv. þm. Bryndís Hlöðversdóttir taldi vísindafrelsi ógnað með þessu frv. og vitnaði í bréf tveggja virtra vísindamanna. Það bréf var skrifað í vor. Frv. hefur tekið miklum breytingum síðan það bréf var skrifað.

Ég legg áherslu á að frv. fjallar eingöngu um gerð miðlægs, ópersónutengds gagnagrunns og sá gagnagrunnur er viðbót við aðra gagnagrunna sem eru persónutengdir inni á stofnunum og verða það áfram. Áfram hafa vísindamenn sömu möguleika um aðgengi að upplýsingum sem færðar eru inni á stofnunum, eins og verið hefur. Þess vegna breytir frv. engu um það frelsi og aðgang að upplýsingum sem vísindamenn hafa í dag.

Ég leyfi mér að vitna í grg. með 9. gr. þar sem segir:

,,Rétt er að undirstrika að aðgangur að þeim upplýsingum sem skráðar eru á einstökum stofnunum eða hjá sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsmönnum verður óbreyttur.``