Gagnagrunnur á heilbrigðissviði

Föstudaginn 16. október 1998, kl. 11:27:19 (512)

1998-10-16 11:27:19# 123. lþ. 12.1 fundur 109. mál: #A gagnagrunnur á heilbrigðissviði# frv., BH (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 12. fundur, 123. lþ.

[11:27]

Bryndís Hlöðversdóttir (andsvar):

Herra forseti. Þær upplýsingar --- mér þykir miður ef hv. þm. skilur það ekki --- sem eru fyrir í aðskildu grunnunum sem eru til staðar í dag, þegar búið er að tengja þær við allar upplýsingar, heilsufarsupplýsingar íslensku þjóðarinnar, þá hlýtur sá grunnur að vera miklu, miklu verðmætari en litlu grunnarnir stakir. (Gripið fram í: So what?) So what? Þar með er þeim vísindamönnum sem hafa aðgang að sínum litlu grunnum haldið niðri. Og þeim gengur verr að ná í fé til að fjármagna sína starfsemi og ná í samstarfsaðila og annað. Þetta hafa þeir líka mjög margir bent á og ég tel enga ástæðu til að efast um að þeir viti hvað þeir eru að segja.