Gagnagrunnur á heilbrigðissviði

Föstudaginn 16. október 1998, kl. 14:57:01 (537)

1998-10-16 14:57:01# 123. lþ. 12.1 fundur 109. mál: #A gagnagrunnur á heilbrigðissviði# frv., HjálmJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 12. fundur, 123. lþ.

[14:57]

Hjálmar Jónsson (andsvar):

Herra forseti. Hv. síðasti ræðumaður hóf ræðu sína á ívitnun í orð mín þar á undan, hvort búið sé að afgreiða málið fyrir fram. Það tel ég afar undarlega tilgátu. Þegar þingleg meðferð er að hefjast í máli er ekki búið að ákveða það fyrir fram. Enginn í þeim flokki sem ég er fulltrúi fyrir, Sjálfstfl., ætlar að vera sá aumingi að taka ekki afstöðu sjálfur til málsins og kunna svörin sjálfur við því sem verið er að fjalla um og leiða á í lög. Það er svo einfalt mál. Menn fara eftir sannfæringu sinni. Það er þá í einhverjum öðrum flokkum sem eru þeir aumingjar sem selja atkvæði sitt. Það er ekki hjá okkur.