Gagnagrunnur á heilbrigðissviði

Föstudaginn 16. október 1998, kl. 17:02:45 (550)

1998-10-16 17:02:45# 123. lþ. 12.1 fundur 109. mál: #A gagnagrunnur á heilbrigðissviði# frv., heilbrrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 12. fundur, 123. lþ.

[17:02]

Heilbrigðisráðherra (Ingibjörg Pálmadóttir) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það trúnaðartraust sem ríkir milli læknis og sjúklings er mjög mikilvægt og er alger grundvallarforsenda og þess vegna hef ég lagt megináherslu á það varðandi gerð þessa frv. að það sé tryggt.

Varðandi aðra þætti sem hv. þm. kom inn á að við værum að afhenda þjóð okkar (ÖJ: Kjörþjóð.) já, og bætir við kjörþjóð, þá minni ég á að engar upplýsingar fara í þennan grunn nema samkomulag náist við viðkomandi heilbrigðisstofnun sem varðveitir gögnin. Það er grundvallaratriði. Það er grundvallaratriði upp á þetta traust sem er nauðsynlegt.