Gagnagrunnur á heilbrigðissviði

Föstudaginn 16. október 1998, kl. 17:10:34 (554)

1998-10-16 17:10:34# 123. lþ. 12.1 fundur 109. mál: #A gagnagrunnur á heilbrigðissviði# frv., heilbrrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 12. fundur, 123. lþ.

[17:10]

Heilbrigðisráðherra (Ingibjörg Pálmadóttir) (andsvar):

Virðulegi forseti. Varðandi aðgangsnefndina svokallaða eru hagsmunir á báða bóga og það verður að líta á hagsmunina á báða bóga vegna þess að það getur líka komið inn vísindamaður sem ætlar að grípa allan bankann. Þarna verða vissir hagsmunaárekstrar og þess vegna er svo mikilvægt að meiri hluti nefndarinnar sé skipaður eins og hann er skipaður. Þannig tel ég að við náum utan um málið.

Af því að umræðan er senn á enda runnin í bili endurtek ég þakkir mínar til þingmanna sem hafa tekið þátt í umræðunni. Nú er það okkar stjórnmálamanna að vega og meta málið eins og svo mörg önnur erfið mál sem liggja fyrir þinginu.