Fjáraukalög 1997

Mánudaginn 19. október 1998, kl. 15:10:09 (561)

1998-10-19 15:10:09# 123. lþ. 13.8 fundur 3. mál: #A fjáraukalög 1997# (niðurstöðutölur ríkissjóðs) frv., fjmrh. (flutningsræða)
[prenta uppsett í dálka] 13. fundur, 123. lþ.

[15:10]

Fjármálaráðherra (Geir H. Haarde):

Herra forseti. Ég mæli fyrir frv. til fjáraukalaga fyrir árið 1997, fjáraukalaga hinna síðari fyrir þetta almanaksár. Þetta fjáraukalagafrv. er uppgjör síðasta árs og var lagt fram á síðasta þingi án þess að hljóta afgreiðslu. Það er flutt nú að nýju óbreytt. Í millitíðinni hafa þingmenn fengið í hendur ríkisreikning fyrir árið 1997 eins og hann er gerður úr garði af hálfu Ríkisendurskoðunar. Innan fárra daga er væntanlegt í þingið frv. til laga um ríkisreikning og staðfestingu hans.

Þar sem frv. er endurflutt og hefur áður verið til meðferðar í þinginu og hjá hv. fjárln. sé ég ekki ástæðu til þess að fara í umræður um efni þess. Þingmönnum er þetta frv. vel kunnugt en ég legg til, herra forseti, að málinu verði vísað til 2. umr. og til endurnýjaðrar meðferðar í hv. fjárln.