Leiklistarlög

Fimmtudaginn 22. október 1998, kl. 11:16:04 (592)

1998-10-22 11:16:04# 123. lþ. 15.17 fundur 146. mál: #A leiklistarlög# (heildarlög) frv., SvanJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 15. fundur, 123. lþ.

[11:16]

Svanfríður Jónasdóttir (andsvar):

Herra forseti. Í þessu frv. er ekkert sem kemur í veg fyrir æviráðningu. Það var það sem ég sagði og það verður ekki hrakið. Í núgildandi lögum eru ákvæði sem koma í veg fyrir það. Svo er ekki í þessu frv.

Já, ég trúi því að ráðherra finnist með ólíkindum að ég skuli líta svo á að þetta frv. sé byggðafjandsamlegt. Hann segir: Hér er ekki verið að mismuna. Nei, það voru ekki mín orð að verið væri að mismuna. Ég sagði að ekki væri tekið tillit til. Í frv. er ekki sú stefna sem segir okkur að sérstakur vilji sé fyrir því að leiklistarstarfsemi þrífist víðar en á höfuðborgarsvæðinu. Það kemur ekki fram. Mér finnst, herra forseti, að í orðum hæstv. menntmrh. felist ótrúlegt skilningsleysi á aðstöðumuninum milli höfuðborgarsvæðis og landsbyggðarinnar. Skilningsleysi hans endurspeglast í þessu frv. og í því hvernig hann styður mál sitt.