Vernd barna og ungmenna

Fimmtudaginn 22. október 1998, kl. 16:21:15 (661)

1998-10-22 16:21:15# 123. lþ. 16.2 fundur 106. mál: #A vernd barna og ungmenna# (hækkun sjálfræðisaldurs o.fl.) frv., RG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 16. fundur, 123. lþ.

[16:21]

Rannveig Guðmundsdóttir (andsvar):

Herra forseti. Þetta er stutt þing og fá mál munu verða afgreidd eftir jól. Það mun skipta mjög miklu máli hvernig ríkisstjórnin skilar frá sér öðrum frumvörpum hingað inn á þingið, þ.e. hvort við verðum með næstum því öll mál undir síðla vetrar eins og í fyrravor.

Þess vegna hef ég komið með ábendingar, herra forseti, um það hversu mörg mál voru ókomin frá ríkisstjórn eða réttara sagt hversu fá mál voru komin frá ríkisstjórninni um miðjan október. Þetta mál er komið snemma fram og við munum væntanlega afgreiða það fljótt og vel. En það skiptir mjög miklu máli hvort ríkisstjórnin komi með mörg, stór og pólitísk mál fram vegna þess að ég spái því að nýtt frumvarp um heildarendurskoðun á málefnum barna og ungmenna muni fá mjög góða og jákvæða umfjöllun af hálfu stjórnarandstöðu á vetri komanda, nái það hingað inn í þing nokkuð tímanlega.