Meðferð dómsskjala í barnaverndarmáli

Mánudaginn 02. nóvember 1998, kl. 15:36:43 (733)

1998-11-02 15:36:43# 123. lþ. 17.2 fundur 81#B meðferð dómsskjala í barnaverndarmáli# (óundirbúin fsp.), félmrh.
[prenta uppsett í dálka] 17. fundur, 123. lþ.

[15:36]

Félagsmálaráðherra (Páll Pétursson):

Herra forseti. Það hvarflar að mér að hv. þm. hefði heldur átt að spyrja dómsmrh. Mér skilst að hér hafi verið um dómsmál að ræða. Þessar upplýsingar hafa áreiðanlega ekki komið frá félmrn. eða undirstofnunum þess þannig að það sé alveg ljóst að þær hafa ekki lekið þaðan. Ég get tekið undir að það er óhæfa að slíkar upplýsingar séu á glámbekk. En það er ekki við okkur í félmrn. að sakast.

Ég vil hins vegar leggja mitt af mörkum, og þykist reyndar hafa gert það, til að rannsókn á slíkum málum, þ.e. þegar um kynferðisafbrot er að ræða, sé sem varfærnust og að reynt verði að lágmarka skaða þess sem fyrir ofbeldinu hefur orðið.