Aðgerðir í þágu sauðfjárbænda vegna verðfalls á gærum

Mánudaginn 02. nóvember 1998, kl. 15:48:23 (742)

1998-11-02 15:48:23# 123. lþ. 17.2 fundur 83#B aðgerðir í þágu sauðfjárbænda vegna verðfalls á gærum# (óundirbúin fsp.), ÞBack
[prenta uppsett í dálka] 17. fundur, 123. lþ.

[15:48]

Þuríður Backman:

Hæstv. forseti. Ég þakka hæstv. landbrh. fyrir svörin. Það er ánægjulegt að heyra að horft verði til þess að framleiðslan, þ.e. iðnaðinum í kringum gæruverkunina, verði hjálpað í gegnum þetta erfiða tímabil. Það verður að hugsa sérstaklega til bændastéttarinnar varðandi þetta mál. Afkoma þeirra er það erfið. Ég treysti því að vegna ástandsins, sem þeir sem best til þekkja telja að muni ekki lagast í einni svipan heldur taka mörg ár að vinna upp aftur, verði bændum bættur þessi tekjumissir við endurskoðun á sauðfjársamningnum.