Aðgerðir í þágu sauðfjárbænda vegna verðfalls á gærum

Mánudaginn 02. nóvember 1998, kl. 15:49:39 (743)

1998-11-02 15:49:39# 123. lþ. 17.2 fundur 83#B aðgerðir í þágu sauðfjárbænda vegna verðfalls á gærum# (óundirbúin fsp.), landbrh.
[prenta uppsett í dálka] 17. fundur, 123. lþ.

[15:49]

Landbúnaðarráðherra (Guðmundur Bjarnason):

Hæstv. forseti. Ég gleymdi að nefna að auðvitað mun það skoðað hvort eitthvert svigrúm er innan núverandi sauðfjársamnings. Hugsanlegt er að þar megi hagræða greiðslum sem að öðru leyti eru merktar vaxta- og geymslugjöldum og öðrum þáttum. Ekki er líklegt að viðbótarfjármunir verði veittir til að grípa á þessu máli sérstaklega, enda nefndi hv. fyrirspyrjandi að hætt væri við að þetta mál leystist ekki á augnabliki. Það gæti jafnvel tekið mörg ár að leysa málið. Það er því ekki einfalt að grípa til aðgerða sem geta gjörbreytt stöðunni.