Undirbúningur svara við fyrirspurnum

Þriðjudaginn 03. nóvember 1998, kl. 13:45:50 (773)

1998-11-03 13:45:50# 123. lþ. 18.91 fundur 89#B undirbúningur svara við fyrirspurnum# (aths. um störf þingsins), Forseti RA
[prenta uppsett í dálka] 18. fundur, 123. lþ.

[13:45]

Forseti (Ragnar Arnalds):

Forseti vill láta þess getið, að gefnu tilefni, að það er rétt sem hefur komið fram að nokkrar bréfaskriftir hafa átt sér stað út af þessari tilteknu fyrirspurn. Bréfaskriftir þessar hafa verið milli forseta þingsins og hæstv. ráðherra annars vegar og hæstv. ráðherra og ríkisendurskoðanda hins vegar.

Hv. þm. hefur óskað eftir því að henni verði kynntar þessar bréfaskriftir og forseti hefur þegar tekið fram að hann mun koma óskum þingmannsins á framfæri og þær verða ræddar á næsta fundi forsn. Forseti gerir ekki ráð fyrir að það verði mikið vandamál að upplýsa hv. þm. um efni þessara bréfa en auðvitað er það þannig þegar bréf ganga milli að þá vilja menn kannski bera það undir þá sem bréfin hafa ritað áður en þau eru gerð opinber.