Fjáraukalög 1998

Þriðjudaginn 03. nóvember 1998, kl. 14:14:28 (779)

1998-11-03 14:14:28# 123. lþ. 18.8 fundur 173. mál: #A fjáraukalög 1998# frv., PHB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 18. fundur, 123. lþ.

[14:14]

Pétur H. Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Þetta var mjög góð lesning hjá hæstv. fjmrh. og flest af því góð tíðindi. Ég ætla ekki að reifa það frekar, ég kem inn á það í ræðu á eftir en mig langar til að spyrja hæstv. fjmrh. tveggja spurninga.

Í fyrsta lagi: Hver verður heildarskuldbinding ríkissjóðs vegna lífeyrisskuldbindinga eftir þessar breytingar í árslok?

Í öðru lagi: Hver verða reiknuð vaxtagjöld ríkissjóðs árlega vegna þessara skuldbindinga næstu árin?