Ríkisreikningur 1997

Þriðjudaginn 03. nóvember 1998, kl. 16:23:15 (794)

1998-11-03 16:23:15# 123. lþ. 18.9 fundur 152. mál: #A ríkisreikningur 1997# frv., JónK
[prenta uppsett í dálka] 18. fundur, 123. lþ.

[16:23]

Jón Kristjánsson:

Herra forseti. Ég ætla ekki að ræða ríkisreikninginn efnislega að þessu sinni. Hann kemur til fjárln. og verður tekinn til meðhöndlunar þar. Ég vildi bara koma hingað upp til að benda á hvað hafa orðið í rauninni miklar framfarir í meðhöndlun þessara mála, þ.e. að við skulum vera að fjalla um ríkisreikning 1997. Reyndar er dálítið liðið á árið 1998 en ég man þá tíð að menn voru með nokkra ríkisreikninga í takinu og það voru satt að segja ekki vinnubrögð til fyrirmyndar.

Ég vil fagna því og auðvitað er það takmarkið og öll efni eru að verða til þess að setja þær upplýsingar upp sem hv. 16. þm. Reykv. nefndi, þ.e. að lesa saman við fjárlög og fjáraukalög, eins ljóst og skýrt og kostur er.

Þær breytingar sem hefur verið unnið að á undanförnum árum miða að því og þær hafa nú þegar skilað stórkostlegum framförum í upplýsingagjöf um öll þessi ríkisfjármál til Alþingis.

Ég vildi aðeins nota tækifærið til þess að benda á þetta og læt efnislega umræðu um málið bíða en tek til máls við 2. umr. ef ástæða er til að fjalla eitthvað nánar um einstök atriði.