Fjárreiður ríkisins

Þriðjudaginn 03. nóvember 1998, kl. 17:16:58 (806)

1998-11-03 17:16:58# 123. lþ. 18.13 fundur 64. mál: #A fjárreiður ríkisins# (laun, risna o.fl.) frv., fjmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 18. fundur, 123. lþ.

[17:16]

Fjármálaráðherra (Geir H. Haarde) (andsvar):

Herra forseti. Út af fyrirspurn hv. síðasta ræðumanns vil ég segja að ég hef ekki haft aðstöðu til þess að setja mig inn í þetta mál og get ekki svarað því, hef ekki myndað mér afstöðu enn þá. Ég hef þar af leiðandi ekki kynnt mér hver ástæðan er fyrir því að þetta ákvæði féll brott úr fjárreiðulögunum. Það má vel vera að það sé vegna þess að það sé talið óþarft og hægt að veita þessar upplýsingar án þess að um sé að ræða lagaskyldu í þeim búningi sem hér er lagt til.

Hitt er annað mál að það á ekki að vera flókið mál að draga saman þessar upplýsingar, þær eru til. Þess vegna er hægt að spyrja um þær á þingi á hverju einasta ári ef einhver þingmaður vill það. En það er rétt að þetta mál fari bara í skoðun í þingnefndinni og síðan geri menn upp sína afstöðu.