Úrræði fyrir ungmenni í vímuefnaneyslu

Miðvikudaginn 04. nóvember 1998, kl. 14:58:00 (859)

1998-11-04 14:58:00# 123. lþ. 19.91 fundur 91#B úrræði fyrir ungmenni í vímuefnaneyslu# (umræður utan dagskrár), heilbrrh.
[prenta uppsett í dálka] 19. fundur, 123. lþ.

[14:58]

Heilbrigðisráðherra (Ingibjörg Pálmadóttir):

Virðulegi forseti. Vegna þess að ég ræddi ekki um barna- og unglingageðdeildina þá vil ég gera það hér og nú. Við höfum aukið fjármagn til barna- og unglingageðdeildarinnar á síðustu árum og gerum það einnig á fjárlögum þessa árs og næsta árs. Hér hefur verið rætt um að mikilvægt sé að foreldrar hafi einn stað til að leita á varðandi upplýsingar þegar erfiðleikar steðja að. Benda má á að mikil samvinna er milli Vímulausrar æsku, nýju miðstöðvarinnar í Heilsuverndarstöðinni og barna- og unglingageðdeildarinnar til að koma slíkri samræmingu á, það er nauðsynlegt. Þannig getur fólk leitað til Vímulausrar æsku og Vímulaus æska hefur síðan bakhjarl þar sem barna- og unglingageðdeildin er. Það er nauðsynlegt að þetta komi fram í þessari umræðu.

Hv. þm. Rannveig Guðmundsdóttir lauk ræðu sinni með orðunum: Forvarnir og aftur forvarnir. Þar erum við sammála. Á sl. tveimur árum eða frá árinu 1996 hefur fjármagn til forvarna verið aukið um 300 millj.