Loftskeytastöð á Siglufirði

Miðvikudaginn 04. nóvember 1998, kl. 15:52:33 (885)

1998-11-04 15:52:33# 123. lþ. 20.5 fundur 129. mál: #A loftskeytastöð á Siglufirði# fsp. (til munnl.) frá samgrh., 137. mál: #A loftskeytastöðin á Siglufirði# fsp. (til munnl.) frá samgrh., Forseti RA
[prenta uppsett í dálka] 20. fundur, 123. lþ.

[15:52]

Forseti (Ragnar Arnalds):

Nú stendur svo á að 5. og 6. dagskrármálið eru fyrirspurnir um sama málið, þ.e. loftskeytastöð á Siglufirði. Annars vegar er um að ræða fsp. frá hv. 6. þm. Norðurl. e., Svanfríði Jónasdóttur, það er 129. mál, þskj. 129. Hins vegar er um að ræða fsp. frá hv. 2. þm. Norðurl. v., Hjálmari Jónssyni, það er 137. mál, þskj. 137. Báðar fyrirspurnir eru til hæstv. samgrh.

Forseti vill leggja til að umræður um 5. og 6. dagskrármálið verði sameinaðar og verður það gert ef enginn hreyfir andmælum. Að sjálfsögðu verður tekið tillit til þess í tímavörslu að um tvö mál er að ræða. Ég hef gert ráð fyrir því að fyrirspyrjendur báðir taki til máls áður en ráðherra svarar.