Skýrsla utanríkisráðherra um utanríkismál

Fimmtudaginn 05. nóvember 1998, kl. 11:10:01 (910)

1998-11-05 11:10:01# 123. lþ. 21.3 fundur 92#B skýrsla utanríkisráðherra um utanríkismál# (munnl. skýrsla), utanrrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 21. fundur, 123. lþ.

[11:10]

Utanríkisráðherra (Halldór Ásgrímsson) (andsvar):

Herra forseti. Ég get tekið undir það með hv. þm. að það hefði mátt orða þetta öðruvísi. Hins vegar er talað um grimmileg ofbeldisverk þessa manns í fyrri hluta setningarinnar þannig að ég tel að það skýri allvel hvað við er átt en það hefði verið nóg að segja þarna kosti eða úrslitakosti sem hefði verið heppilegra, en ég heyri það að hv. þm. hefur skilið þetta rétt og ég get fullvissað hann um að þetta yrði ekki þýtt með þessum hætti yfir á enska tungu, sem hefur þegar verið gert. Ég held því að þetta eigi ekki að valda alvarlegum misskilningi.