Skýrsla utanríkisráðherra um utanríkismál

Fimmtudaginn 05. nóvember 1998, kl. 13:00:38 (931)

1998-11-05 13:00:38# 123. lþ. 21.3 fundur 92#B skýrsla utanríkisráðherra um utanríkismál# (munnl. skýrsla), GGuðbj (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 21. fundur, 123. lþ.

[13:00]

Guðný Guðbjörnsdóttir (andsvar):

Herra forseti. Tíminn er stuttur því miður en ég þakka fyrir þessi svör varðandi Schengen og vona að viðunandi niðurstaða fáist þar. En vegna Kyoto vil ég upplýsa hæstv. ráðherra um að ég sat nýlega ráðstefnu á vegum umhvrn. um nestið sem fyrirhugað var að fara með til Buenos Aires og ég sannfærðist ekki alveg. Ég vil bara benda á að t.d. er mjög mikilvægt að eitthvað verði eftir hér af óbeislaðri orku þegar hægt verður að fara að framleiða vetni og þá er það allt annað mál. Þá verðum við með orkugjafa sem ekki mengar. Ég tel það vera skaðlegt á alþjóðavettvangi að við séum sífellt að biðja um aukakvóta hvort sem rökin eru lítil hagkerfi eða einhver önnur. Okkur hreinlega greinir á, við höfum skiptar skoðanir að þessu leyti. En ég vil gjarnan fá svör um þróunaraðstoðina og ástandið í Hondúras.