Skýrsla utanríkisráðherra um utanríkismál

Fimmtudaginn 05. nóvember 1998, kl. 14:44:12 (945)

1998-11-05 14:44:12# 123. lþ. 21.3 fundur 92#B skýrsla utanríkisráðherra um utanríkismál# (munnl. skýrsla), GÁS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 21. fundur, 123. lþ.

[14:44]

Guðmundur Árni Stefánsson (andsvar):

Virðulegi forseti. Svo sannarlega fær hv. þm. svar við þessum spurningum hafi hann ekki fengið þau áður sem ég hygg að hafi legið nokkuð ljós fyrir. Það er óþarfi að lesa veruleikann á hvolfi eins og hv. þm. hefur reynt að gera í þessum ræðustóli. En á þessum vettvangi ætla ég ekki að nota það tækifæri því ég er næstur á málendaskrá og mun fúslega fara yfir nokkrar staðreyndir fyrir hv. þm. og raunar hæstv. ráðherra líka því að það kveður við sama tón í hans erindi hér og hv. formaður utanrmn. hefur reynt að apa upp eftir honum, virðulegi forseti. Fyrirgefðu orðbragðið. Raunar hafa fleiri hv. stjórnarliðar lagst á þessa sveifina og hafi þeir gott af. En við skulum láta veruleikann tala fyrir sig og ég skal að sjálfsögðu fara yfir það með hv. stjórnarliðum í þessu sambandi.

En ég árétta það, virðulegi forseti, við þetta tækifæri að mikil lifandi skelfing er það mikið afturhvarf til fortíðar og til þeirrar umræðu sem einmitt var og hét í utanríkismálum fyrr á þessari öld þegar menn lögðust í skotgrafirnar, Mogginn annars vegar og Þjóðviljinn hins vegar. Þetta er farið að minna mig dálítið á það en ég átti satt að segja von á öðru frá víðsýnum og sigldum hv. þm. eins og hv. formanni utanrmn.