Skýrsla utanríkisráðherra um utanríkismál

Fimmtudaginn 05. nóvember 1998, kl. 15:37:41 (959)

1998-11-05 15:37:41# 123. lþ. 21.3 fundur 92#B skýrsla utanríkisráðherra um utanríkismál# (munnl. skýrsla), utanrrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 21. fundur, 123. lþ.

[15:37]

Utanríkisráðherra (Halldór Ásgrímsson) (andsvar):

Herra forseti. Ég er með þeim orðum mínum ekki að opna fyrir það að sá sjóður verði endurvakinn. Ég er einfaldlega að opna fyrir það sem ég tel skyldu mína, þ.e. að ræða við fulltrúa þessara þjóða um þau mál því við komumst ekki hjá því. Hér er um alvarlega deilu að ræða. Það er mikilvægt fyrir samstarf okkar við þessar þjóðir og það er alveg gagnkvæmt af þeirra hálfu, að við ræðum þau deilumál og förum yfir þau og fyrir það er ég að opna með þeim orðum og við höfum reyndar gert það áður. Við erum tilbúnir til viðræðna og óskum jafnframt eftir því að ræða við þessar þjóðir um þau mál.