Skýrsla utanríkisráðherra um utanríkismál

Fimmtudaginn 05. nóvember 1998, kl. 15:43:28 (963)

1998-11-05 15:43:28# 123. lþ. 21.3 fundur 92#B skýrsla utanríkisráðherra um utanríkismál# (munnl. skýrsla), TIO (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 21. fundur, 123. lþ.

[15:43]

Tómas Ingi Olrich (andsvar):

Herra forseti. Ég hlýt að endurtaka spurningu mína. Það er ljóst af þessu málefnaplaggi að þar er verið að fjalla um næstu fjögur ár. Engu að síður hefur Alþb. tekist að koma því þar inn að framtíðarmarkmiðið sé að standa utan Atlantshafsbandalagsins. En í Evrópumálunum hefur Alþfl. ekki einu sinni tekist að halda til haga þessu framtíðarsjónarmiði sínu. Og þó honum hafi ekki tekist þetta þá er að hann að gagnrýna hæstv. utanrrh. fyrir að átta sig ekki á því að það séu langtímahagsmunir að ganga í ESB.