Skýrsla utanríkisráðherra um utanríkismál

Fimmtudaginn 05. nóvember 1998, kl. 15:44:05 (964)

1998-11-05 15:44:05# 123. lþ. 21.3 fundur 92#B skýrsla utanríkisráðherra um utanríkismál# (munnl. skýrsla), SighB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 21. fundur, 123. lþ.

[15:44]

Sighvatur Björgvinsson (andsvar):

Herra forseti. Það stendur ekki í málefnaskrá samfylkingarinnar að framtíðarmarkmiðið sé að standa utan Atlantshafsbandalagsins. Það eru hrein ósannindi. (Gripið fram í.) Það stendur ekki í þessu samkomulagi.

Hins vegar segi ég og ítreka það ... (Gripið fram í.) að með því samkomulagi sem náðst hefur, samstarfssamningi til næstu fjögurra ára innan samfylkingarinnar náði Alþfl. meiri árangri í þeirri baráttu sinni að vilja upplýsa almenning á Íslandi og gefa fólkinu í landinu kost á að geta tekið ákvarðanir í málum í þjóðaratkvæðagreiðslu. Við náðum meiri árangri í samningum okkar um málefnaskrá samfylkingarinnar en við náðum í viðræðum okkar við hæstv. forsrh. Davíð Oddsson og flokk hans.