Skýrsla utanríkisráðherra um utanríkismál

Fimmtudaginn 05. nóvember 1998, kl. 15:51:33 (968)

1998-11-05 15:51:33# 123. lþ. 21.3 fundur 92#B skýrsla utanríkisráðherra um utanríkismál# (munnl. skýrsla), SighB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 21. fundur, 123. lþ.

[15:51]

Sighvatur Björgvinsson (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég er að sjálfsögðu mjög sáttur við að hv. þm. Steingrímur J. Sigfússon skuli hrósa mér fyrir að tala skýrt, enda reyndi ég að gera það. Ég tel meira lýðræði fólgið í að menn geri samkomulag um samstarf til fjögurra ára fyrir kosningar þannig að kjósendur geti dæmt um innihald þess samnings áður en þeir ganga til atkvæða fremur en að ganga fyrst til kjósandans og biðja hann um stuðning við einhverja ákveðna, tiltekna stefnuskrá og fara svo eftir kosningar, án atbeina kjósenda, og semja um að varpa fyrir róða stórum atriðum sem menn hafa flutt fyrir kjósendurna sem stefnu sína. Það er miklu heiðarlegra og lýðræðislegra að ganga fyrir kjósendur með samkomulagsniðurstöðu og segja ,,þetta er það sem við ætlum að gera ef við fáum tilstyrk ykkar`` og láta kjósendur dæma fremur en að ganga fyrir kjósendur með stefnu sem menn eru síðan reiðubúnir til að breyta að kosningum loknum.