Vinnumarkaðsaðgerðir

Miðvikudaginn 11. nóvember 1998, kl. 15:32:33 (1024)

1998-11-11 15:32:33# 123. lþ. 22.7 fundur 85. mál: #A vinnumarkaðsaðgerðir# (kjara- og vinnumarkaðsrannsóknir) frv., Flm. KÁ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 22. fundur, 123. lþ.

[15:32]

Flm. (Kristín Ástgeirsdóttir) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þm. fyrir undirtektir hennar. Þar talaði kona sem hefur mikla reynslu af vinnumarkaðsmálum. Hún hefur staðið í samningum um kaup og kjör um árabil og þekkir þau vandamál sem lúta að atvinnuleysi og stöðu kvenna á vinnumarkaðnum.

Ég vona að m.a. verkalýðshreyfingin taki vel undir þessa tillögu eins og hún reyndar gerði í þeim umsögnum sem bárust. Við þurfum að leggjast á eitt við að koma þessu máli áfram. Eins og hv. þm. sagði er þetta brýnt mál. Það er mjög brýnt að við öflum betri upplýsinga um allt það sem lýtur að vinnumarkaðnum, ekki bara kaupi og kjörum heldur og ýmsum breytingum sem þar eiga sér stað og ekki síst hvað framtíðin kallar á.